Velkomin á Hernámssetrið

Á Hernámssetrinu er rakin einstök og merkileg saga hernáms á árunum 1940 til 1945, saga sem breytti friðsælli sveit í umgjörð heimsviðburða og skipti sköpum fyrir sigur bandamanna í síðari heimsstyrjöld.  Þar getur að líta vandað safn minja og minninga sem tengjast sögu hernáms í Hvalfirði á þessum örlagaríku umrótatímum.

Hernámssetrið rekur sögu hersetunnar og skipalestanna, sem lögðu upp í langa og erfiða siglingu frá bækistöðinni í Hvalfirði, og gefur innlendum og erlendum ferðamönnum kost á að kynna sér þessa sögu og arfleifð hennar.

Play Video

Bæklingar

Minja og minningarsafn

Smellið á mynd

Hópa viðburðir

Smellið á mynd

Hernámssetrið í myndum

Litli salurinn 360°

Smellið á mynd

Stóri salurinn 360°

Smellið á mynd

von um frið

1. nóvember 2017 síðastliðinn var afhjúpaður á Hernámssetrinu að Hlöðum, minnisvarði eftir rússneska listamanninn og myndhöggvarann Vladimir Alexandrovich Surovtsev.  Þessi minnisvarði ber heitið „Von um frið“ sem er gjöf Vladimir Alexandrovich Surovtsev til Hernámssetursins að Hlöður og er til minningar um fórnir þeirra sjómanna sem tóku þátt í birgðafluttningum bandamanna frá Hvalfirði til Rússlands í seinni heimsstyrjöldinni.

Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhanesson kom á Hernámssetrið að Hlöðum og afhjúpaði minnisvarðann ásamt Hr. Igor Orlov fylkisstjóra Arkhangelsk-fylkis í Rússlandi. Skipalestasiglingar milli Íslands og Norðvestur-Rússlands fóru að verulegu leyti fram milli Arkhangelsk og Hvalfjarðar.

Nú um þessar mundir eru liðin 75 ár síðan mannskæðustu átökin áttu sér stað með skipalestirnar sem fóru frá Hvalfirði til Rússlands. Þetta var sannkallað fjölþjóðaverkefni. Við Íslendingar lögðum til aðstöðuna í Hvalfirði á sínum tíma, án hennar hefðu Íshafsskipalestirnar ekki verið mögulegar. Það er því rétt að Hvalfjörður verði nú vettvangur sátta þar sem menn koma saman til að minnast.

Hernámið í myndum

Fréttir