Salir og Veisluþjónusta
Er samkoma framundan
Ráðstefnur, starfsdagar, óvissuferðir, hvataferðir, árshátíðir og bara allskonar.
Hernámssetrið á Hlöðum er rólegur og fallegur staður við norðanverðan Hvalfjörð, um 45 mín akstur frá Reykjavík og 20 mín akstur frá Akranesi. Á Hernámssetrinu er góður veislusalur/danssalur sem tekur allt að (120) manns í sæti og hentar vel fyrir árshátíðir, veislur, óvissuferðir, fyrirtækjadaga, ráðstefnur, tónlistarviðburði og fleira.
Salurinn er með stóru sviði, diskókúlu, píanói, ræðupúlti, hljóðkerfi, fallegum bar og rúmgóðu eldhúsi sem er vel tækjum búið. Við rekum líka veisluþjónustu og getum boðið mat fyrir hópa, stóra sem smáa.
Hvort sem þú þarft að ljúka stefnumótun, hópefli eða skemmtun, Hernámssetrið er staðurinn.